Jeremía. Chapter 44
1 Orðið sem kom til Jeremía um alla Júdamenn, sem bjuggu í Egyptalandi, þá er bjuggu í Migdól, Takpanes, Nóf og í Patróslandi:
2 Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Þér hafið séð alla þá óhamingju, sem ég hefi leitt yfir Jerúsalem og yfir allar borgirnar í Júda. Þær eru nú eyðirústir, og enginn maður býr í þeim.
3 Er það sakir illsku þeirrar, er þeir höfðu í frammi, að egna mig til reiði með því að fara og færa öðrum guðum reykelsisfórnir, er þeir ekki þekktu, hvorki þeir, né þér, né feður yðar.
4 Ég sendi til yðar alla þjóna mína, spámennina, bæði seint og snemma, til þess að segja yður: 'Fremjið eigi slíka svívirðing, sem ég hata!'
5 En þeir hlýddu ekki og lögðu ekki við eyrun, að þeir sneru sér frá vonsku sinni, svo að þeir færðu ekki öðrum guðum reykelsisfórnir.
6 Þá var heift minni og reiði úthellt, og hún brann í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum, svo að þær urðu að rúst, að auðn, eins og þær nú eru.
7 Og nú
8 þar sem þér egnið mig til reiði með handaverkum yðar, þar sem þér færið öðrum guðum reykelsisfórnir í Egyptalandi, þangað sem þér eruð komnir, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, til þess að þér verðið upprættir og til þess að þér verðið að formæling og spotti meðal allra þjóða á jörðu?
9 Hafið þér gleymt illgjörðum feðra yðar og illgjörðum Júdakonunga og illgjörðum höfðingja yðar og yðar eigin illgjörðum og illgjörðum kvenna yðar, er framdar hafa verið í Júda og á strætum Jerúsalem?
10 Ekki hafa þeir auðmýkt sig enn og ekki hafa þeir óttast né farið eftir lögmáli mínu og setningum, er ég lagði fyrir yður og fyrir feður yðar.
11 Fyrir því segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég sný andliti mínu gegn yður til óhamingju, og það til þess að uppræta allan Júda.
12 Og ég vil hrífa burt leifar Júdamanna, þá er ásettu sér að fara til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn. Allir skulu þeir farast, falla í Egyptalandi, fyrir sverði og af hungri skulu þeir farast, bæði smáir og stórir, fyrir sverði og af hungri skulu þeir deyja. Og þeir skulu verða að bölvun, að skelfing, að formæling og að spotti.
13 Og ég mun vitja þeirra, sem búa í Egyptalandi, eins og ég vitjaði Jerúsalem, með sverði, hungri og drepsótt.
14 Og af leifum Júdamanna, þeim er komnir eru til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, skal enginn af bjargast eða undan komast, svo að hann geti horfið aftur til Júda, þangað sem þá langar til að hverfa aftur, til þess að búa þar, því að þeir munu eigi hverfa heim aftur, nema fáeinir, sem undan komast.
15 Þá svöruðu allir mennirnir, sem vissu að konur þeirra færðu öðrum guðum reykelsisfórnir, og allar konurnar, sem stóðu þar í miklum hóp, og allur lýðurinn, sem bjó í Egyptalandi, í Patrós, Jeremía á þessa leið:
16 'Viðvíkjandi því, er þú hefir til vor talað í nafni Drottins, þá ætlum vér ekki að hlýða þér,
17 heldur ætlum vér að halda með öllu heit það, er vér höfum gjört, að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, eins og vér gjörðum og feður vorir, konungar vorir og höfðingjar vorir í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum. Þá höfðum vér nægð brauðs og oss leið vel, og vér litum enga óhamingju.
18 En síðan vér hættum að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, hefir oss skort allt, og vér höfum farist fyrir sverði og af hungri.
19 Og þar sem vér nú færum himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, er það án vilja og vitundar manna vorra, að vér gjörum henni kökur, til þess að gjöra þann veg mynd af henni, og færum henni dreypifórnir?'
20 Þá mælti Jeremía á þessa leið til alls lýðsins, til karlmannanna og kvennanna og til alls lýðsins, er honum hafði svo svarað:
21 'Reykjargjörð sú, er þér gjörðuð í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum, þér og feður yðar, konungar yðar og höfðingjar og landslýðurinn,
22 Og Drottinn gat ekki lengur þolað vonskuverk yðar og svívirðingar þær, er þér frömduð. Og þannig varð land yðar að auðn og skelfing og formæling, íbúalaust, svo sem það enn er,
23 sakir þess að þér færðuð reykelsisfórnir og syndguðuð gegn Drottni og hlýdduð ekki skipun Drottins og fóruð ekki eftir lögmáli hans, setningum og boðorðum. Fyrir því kom þessi ógæfa yfir yður, eins og nú er fram komið.'
24 Og Jeremía sagði við allan lýðinn og við allar konurnar: Heyrið orð Drottins, allir þér Júdamenn, sem í Egyptalandi eruð!
25 Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Þér konur. Þér hafið talað það með munni yðar og framkvæmt það með höndum yðar, sem þér segið: 'Vér viljum halda heit vor, er vér höfum gjört, að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir!' Þá efnið heit yðar og haldið heit yðar!
26 Heyrið því orð Drottins, allir Júdamenn, þér sem í Egyptalandi búið: Sjá, ég sver við mitt mikla nafn
27 Sjá, ég vaki yfir þeim til óhamingju og eigi til hamingju, og allir Júdamenn, sem í Egyptalandi eru, skulu farast fyrir sverði og af hungri, uns þeir eru gjöreyddir.
28 En þeir, sem komast undan sverðinu, skulu hverfa aftur frá Egyptalandi til Júda, en aðeins fáir menn. Og allar leifar Júda, þeir er komnir eru til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, skulu komast að raun um, hvers orð rætist, mitt eða þeirra!
29 Og hafið þetta til marks
30 Svo segir Drottinn: Sjá, ég sel Hofra Faraó, Egyptalandskonung, á vald óvinum hans og á vald þeirra, sem sækjast eftir lífi hans, eins og ég seldi Sedekía Júdakonung á vald Nebúkadresars Babelkonungs, er var óvinur hans og sóttist eftir lífi hans.