Jobsbók. Chapter 21
1 Þá svaraði Job og sagði:
2 Hlustið gaumgæfilega á mál mitt, og látið það vera huggun af yðar hendi.
3 Unnið mér þess, að ég tali, og þegar ég hefi talað út, þá mátt þú hæða.
4 Er ég þá að kvarta yfir mönnum? eða hví skyldi ég ekki vera óþolinmóður?
5 Lítið til mín og undrist og leggið hönd á munn!
6 Já, þegar ég hugsa um það, skelfist ég, og hryllingur fer um mig allan.
7 Hvers vegna lifa hinir óguðlegu, verða gamlir, já, magnast að krafti?
8 Niðjar þeirra dafna fyrir augliti þeirra hjá þeim og afsprengi þeirra fyrir augum þeirra.
9 Hús þeirra eru óhult og óttalaus, og hirtingarvöndur Guðs kemur ekki niður á þeim.
10 Boli þeirra kelfir og kemur að gagni, kýr þeirra ber og lætur ekki kálfi.
11 Þeir hleypa út börnum sínum eins og lambahjörð, og smásveinar þeirra hoppa og leika sér.
12 Þeir syngja hátt undir með bumbum og gígjum og gleðjast við hljóm hjarðpípunnar.
13 Þeir eyða dögum sínum í velgengni og fara til Heljar í friði,
14 og þó sögðu þeir við Guð: 'Vík frá oss
15 Hvað er hinn Almáttki, að vér skyldum dýrka hann, og hvað skyldi það stoða oss að leita hans í bæn?'
16 Sjá, gæfa þeirra er ekki á þeirra valdi,
17 Hversu oft slokknar þá á lampa hinna óguðlegu, og hversu oft kemur ógæfa þeirra yfir þá? Hversu oft deilir Guð þeim hlutskiptum í reiði sinni?
18 Hversu oft verða þeir sem strá fyrir vindi og sem sáðir, er stormurinn feykir burt?
19 'Guð geymir börnum hans óhamingju hans.' Endurgjaldi hann honum sjálfum, svo að hann fái að kenna á því!
20 Sjái augu sjálfs hans glötun hans, og drekki hann sjálfur af reiði hins Almáttka!
21 Því að hvað hirðir hann um hús sitt eftir dauðann, þegar tala mánaða hans er fullnuð?
22 Ætla menn að kenna Guði visku eða dæma hinn hæsta?
23 Einn deyr í mestu velgengni, fullkomlega áhyggjulaus og ánægður,
24 trog hans eru full af mjólk, og mergurinn í beinum hans er safamikill.
25 Og annar deyr með beiskju í huga og hefir aldrei notið hamingjunnar.
26 Þeir hvíla báðir í duftinu, og maðkarnir hylja þá.
27 Sjá, ég þekki hugsanir yðar og fyrirætlanir, að beita mig ofbeldi.
28 Þegar þér segið: 'Hvar er hús harðstjórans og hvar er tjaldið, sem hinir óguðlegu bjuggu í?'
29 hafið þér þá ekki spurt vegfarendur,
30 að á degi glötunarinnar er hinum vonda þyrmt, á reiðinnar degi er þeim skotið undan.
31 Hver setur honum breytni hans fyrir sjónir? Og þegar hann gjörir eitthvað, hver endurgeldur honum?
32 Og til grafar er hann borinn og vakað er yfir legstaðnum.
33 Moldarhnausar dalsins liggja mjúklega ofan á honum, og eftir honum flykkjast allir menn, eins og óteljandi eru á undan honum farnir.
34 Og hvernig megið þér þá hugga mig með hégóma, og andsvör yðar