Sakaría

1 Á áttunda mánuði annars ríkisárs Daríusar kom orð Drottins til Sakaría spámanns Berekíasonar, Iddósonar, svo hljóðandi:
2 Drottinn var stórreiður feðrum yðar.
3 Seg því við þá: Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður til mín
4 Verið ekki eins og feður yðar, sem hinir fyrri spámenn áminntu með svofelldum orðum: 'Svo segir Drottinn allsherjar: Snúið yður frá yðar vondu breytni og frá yðar vondu verkum!' En þeir hlýddu ekki og gáfu engan gaum að mér
5 Feður yðar
6 En orð mín og ályktanir, þau er ég bauð þjónum mínum, spámönnunum, að kunngjöra, hafa þau ekki náð feðrum yðar, svo að þeir sneru við og sögðu: 'Eins og Drottinn allsherjar hafði ásett sér að gjöra við oss eftir breytni vorri og verkum vorum, svo hefir hann við oss gjört'?
7 Á tuttugasta og fjórða degi hins ellefta mánaðar, það er mánaðarins sebat, á öðru ríkisári Daríusar, kom orð Drottins til Sakaría spámanns Berekíasonar, Iddósonar, svo hljóðandi:
8 Ég sá sýn á náttarþeli: mann ríðandi á rauðum hesti, og hafði hann staðnæmst meðal mýrtustrjánna, sem eru í dalverpinu. Að baki honum voru rauðir, jarpir og hvítir hestar.
9 Og er ég spurði: 'Hverjir eru þessir, herra minn?' svaraði engillinn mér, sá er við mig talaði: 'Ég skal sýna þér, hverjir þeir eru.'
10 Þá tók maðurinn, sem staðnæmst hafði meðal mýrtustrjánna, til máls og sagði: 'Þessir eru þeir, sem Drottinn hefir sent til þess að fara um jörðina.'
11 Þá svöruðu þeir engli Drottins, er staðnæmst hafði meðal mýrtustrjánna, og sögðu: 'Vér höfum farið um jörðina, og sjá, öll jörðin er í ró og kyrrð.'
12 Þá svaraði engill Drottins og sagði: 'Drottinn allsherjar, hversu lengi á því fram að fara, að þú miskunnir þig ekki yfir Jerúsalem og Júdaborgir, er þú hefir nú reiður verið í sjötíu ár?'
13 Þá svaraði Drottinn englinum, er við mig talaði, blíðum orðum og huggunarríkum,
14 og engillinn sem við mig talaði, sagði við mig: 'Kunngjör og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: Ég brenn af mikilli vandlæting vegna Jerúsalem og Síonar
15 og ég er stórreiður hinum andvaralausu heiðingjum, sem juku á bölið, þá er ég var lítið eitt reiður.
16 Fyrir því segir Drottinn svo: Ég sný mér aftur að Jerúsalem með miskunnsemi. Hús mitt skal verða endurreist í henni
17 Kunngjör enn fremur og seg: Svo segir Drottinn allsherjar: Enn skulu borgir mínar fljóta í gæðum, og enn mun Drottinn hugga Síon og enn útvelja Jerúsalem.'